Rega Apollo Geislaspilari

138.900 kr.

Nettur og góður geislaspilari, hannaður frá grunni hjá Rega í Englandi. Flestir eiga ennþá marga geisladiska, þess vegna endurbættu Rega nýlega Apollo spilarann. Appolo CDP er með glænýjum íhlutum m.a. er bæði stýritölvan og hugbúnaðurinn þróaður af Rega sjálfum og ekki að finna í spilurum annara framleiðenda.

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Lýsing

APOLLO

Nettur og góður geislaspilari, hannaður frá grunni hjá Rega í Englandi. Flestir eiga ennþá marga geisladiska, þess vegna endurbættu Rega nýlega Apollo spilarann. Appolo CDP er með glænýjum íhlutum m.a. er bæði stýritölvan og hugbúnaðurinn þróaður af Rega sjálfum og ekki að finna í spilurum annara framleiðenda.

Geislaspilarinn lifir
Rega eru fyrst og fremst framleiðandi plötuspilara, en öll hönnun og framleiðsla geislaspilaranna þeirra er háð nákvæmlega sömu ströngu gæðakörfum. Í Apollo CDP eru aðeins bestu fáanlegu íhlutir og allt gert til að auka hljómgæði og endingu. Geislaspilarinn er topp-hlaðinn, en eins og margir vita eiga skúffurnar það til að bila eða brotna. Rega eiga lífstíðarbirgðir af öllum varahlutum sem er ákveðin vísbending um tiltrú þeirra á geisladisknum til framtíðar.

Þrátt fyrir að geislaspilarar hafi verið í framleiðslu í áratugi hafa Rega aldrei hætt frekari þróun og betrumbótum á sínum spilurum. Apollo-R var nýlega uppfærður að svo miklu leyti að hann fékk nýtt nafn, Apollo CDP. Allt var yfirfarið og betrumbætur í stafrænum-, hliðrænum- og stýribúnaði talsverðar.

Stafrænt merkið er meðhöndlað af Wolfson WM8742, sama kubbi og er að finna í Rega DAC. Sér aflgjafar eru fyrir allan búnað í leisigeislatækinu sjálfu til að takmarka alla möguleika á truflunun í lestri diskanna. Útgangsmögnunin í spilaranum hefur verið bætt til muna og er bjögunin á útganginum um 0,0025%, sem er langt fyrir neðan það sem heyranlegt er.

Key features

  • High Specification Wolfson WM8742 DAC
  • Advanced Output amplifier circuit
  • Advanced Digital power supplies
  • Intelligent user interface
  • Advanced Analogue & Digital outputs
  • CD remote with amplifier functionality
  • Dimensions W 220mm x D 342mm x H 90mm
  • Shelf  height required to operate CD lid fully extended is 170mm
  • NB. Lid will operate comfortably within a shelf height of 150mm without fully extending.