Tilboð 49.000 kr.!

Rega Elex-R Magnari

188.900 kr. 139.900 kr.

Framleiðsla Elex magnarans hófst seint á mælikvarða Rega, eða fyrir tæplega þrjátíu árum síðan og er að mörgu leyti stærri útgáfa Brio magnarans, enda hafa þeir frá upphafi deilt hönnun rafrása. Elex hefur það hlutverk að veita mestu mögulegu hljómgæði og vera einfaldur í notkun og uppsetningu. Til að ná þessu markmiði í framleiðslu magnarans fer smíði hans eftir hæstu gæðakröfum í samsetningu og aðeins framúrskarandi íhlutir fá að koma nálægt Elex-R.

Ekki til á lager

Flokkar: , , Merkimiði:

Lýsing

Elex

Framleiðsla Elex magnarans hófst seint á mælikvarða Rega, eða fyrir tæplega þrjátíu árum síðan og er að mörgu leyti stærri útgáfa Brio magnarans, enda hafa þeir frá upphafi deilt hönnun rafrása. Elex hefur það hlutverk að veita mestu mögulegu hljómgæði og vera einfaldur í notkun og uppsetningu. Til að ná þessu markmiði í framleiðslu magnarans fer smíði hans eftir hæstu gæðakröfum í samsetningu og aðeins framúrskarandi íhlutir fá að koma nálægt Elex-R.

Gæði eru bæði hug- og hlutlæg
Eftir að Elex-R magnararnir hafa verið settir saman eru þeir settir í þolpróf. Aðstæður, eins og þær gerast verstar á heimilum, eru frekar ýktar. Magnararnir þurfa allir að standast álagspróf þar sem þeir eru látnir keyra meira en þeir eiga að geta í meiri hita en þeir eiga að þola í lengri tíma en þeir eiga að geta. Aðeins þeir magnarar sem standast þetta álagspróf fara í dreifingu.

Þetta rímar ágætlega við stefnu Roy Gandy og starfsmanna Rega í gegnum áratugina. Hugsunin að baki allri vöruþróun Rega er einföld, ef við getum gert það betur en aðrir og höfum áhuga á því, þá gerum við það, ef ekki, þá sleppum við því. Þrátt fyrir mikla kunnáttu og tækniþekkingu þá liðu næstum því tuttugu ár á milli fyrsta Rega plötuspilarans og fyrsta Rega magnarans. Ástæðan var einföld, það var ekki fyrr en þá sem Rega taldi sig hafa hönnun og tæknilegar lausnir til að gera betri magnara en aðrir.

Allir eiginleikar Elex-R magnarans eru úthugsaðir. Formögnunarstigið bjagar merkið sama og ekki neitt, þökk sé sérsmíðuðum íhlutum, passífu volume control og snjallri hönnun, kraftmagnarinn blandar saman öllu því besta úr Class-A og B hönnunum með því að nota two 150w Sanken Darlington smára sem keyra á lægri straumi með lágviðnáms útgangs driver.

Elex-R er 2x73w í 8 Ohm, 2x90w í 6 Ohm, með innbyggðu hágæða MM fónóstigi, fjórum line inngöngum, pre-out, record-out og sérhönnuðum aflgjafa sem ræður við að keyra tvær 4 Ohma rásir í einu með 113w.

Fáðu þér besta stereomagnara áranna 2014, 2015 og 2016 (What Hi-Fi?) sem lætur tónlistina syngja í hátölurunum.

Viðurkenningar
 

Key features

 • Rega custom full width case with improved heat dissipation
 • Combined feedback & passive volume control pre-amp
 • 90 watts per channel into 6 Ohms / 72 watts into 8ohms
 • High specification integrated phono stage
 • New multi-lingual user manual
 • Enhanced power supplies for the driver stage
 • Hybrid of the Brio-R and Elicit-R design
 • Dedicated mini remote handset included
 • Pre-amp out / Record out / 4 line inputs
 • New custom transformer

Specifications

 • Power Supply
 • Voltage: 230v & 115v
 • Frequency: 50/60Hz
 • Power Consumption: 250 Watts
 • 230v Fuse: T3.15AL 20mm
 • 115v Fuse: T5AL 20mm
 • Dimensions W 430mm x D 320mm x H 80mm

Output power

 • 72.5W 8? both channels driven – Design centre rating
 • 90W 6? both channels driven – Rega speaker impedance rating
 • 113W 4? both channels driven

Phono input

 • Sensitivity (72.5W 8?1.7mV (Load 47K in parallel with 220pF)
 • Maximum input level: 100mV

Line input

 • Sensitivity (72.5W 8? 164mv (Load 30-50K)
 • Maximum input level: 10v

Tape output

 • Level: 164mV with rated input
 • Output impedance: 470

Line output

 • Level: 625mV with rated input
 • Output impedance: 600