Rega Planar 3 Plötuspilari Hvítur

129.900 kr.

Rega Planar 3 er sennilega frægasti plötuspilari allra tíma. Hann hefur lengi verið í uppáhaldi hjá tónlistarunnendum, hljómtækjaáhugamönnum og fagfólki í tónlist. Á árunum 2014 – 2016 var þessi sögufrægi plötuspilari endurhannaður af Roy Gandy, eiganda og stofnanda Rega, og starfsfólki hans. Þessi magnaði plötuspilari er loks fáanlegur á Íslandi í endurbættri útgáfu. Ekkert var til sparað við endurhönnun Planar 3, enda mikið í húfi.

Rega Planar 3 kemur með Rega Elys 2 hljóðdós ásetta frá framleiðandanum.

Flokkar: , Merkimiði:

Lýsing

Planar 3

Rega Planar 3 er sennilega frægasti plötuspilari allra tíma. Hann hefur lengi verið í uppáhaldi hjá tónlistarunnendum, hljómtækjaáhugamönnum og fagfólki í tónlist. Á árunum 2014 – 2016 var þessi sögufrægi plötuspilari endurhannaður af Roy Gandy, eiganda og stofnanda Rega, og starfsfólki hans. Þessi magnaði plötuspilari er loks fáanlegur á Íslandi í endurbættri útgáfu. Ekkert var til sparað við endurhönnun Planar 3, enda mikið í húfi.

Ný smíði á traustum grunni
Roy Gandy, stofnandi og eigandi Rega, hefur í smíðað plötuspilara í yfir 40 ár. Fyrir honum eru plötuspilarar vélar, vélar sem mæla titring. Tilgangur hans með því að smíða plötuspilara er að hljómplatan fái að njóta sín og að öll utanaðkomandi áhrif verði eins lítil og mögulegt er. Allir spilarar Rega eru hannaðir með þetta í huga. Hver einasta ró, lakkið, vírarnir, allt þarf að hafa sem minnst áhrif á tilgang plötuspilarans.

Þú veltir því kannski fyrir þér hvað fær fyrirtæki til að breyta vöru sem ekki bara virkar, heldur virkar það vel að fagtímarit í hljómtækjabransanum telja vöruna ekki geta orðið betri án þess að kosta meira. Orðspor Rega Planar 3 hefur frá upphafi verið gott og það var verkfræðingum Rega ofarlega í huga þegar ákveðið var að leggja fjármagn og tíma í að endurhanna spilarann frá grunni. Spilari sem fimm sinnum hefur verið valinn vara ársins af What Hi-Fi? má ekki við miklu til að glata flekklausu orðspori sínu.

En niðurstaðan var góð. Á þeim tveimur árum sem nýi Planar 3 hefur verið í sölu hefur hann tvisvar verið valin vara ársins hjá What Hi-Fi? Spilarinn hefur einnig slegið öll sölumet og Rega anna ekki eftirspurn eins og sakir standa. Það er því með miklu stolti sem við kynnum þennan frábæra spilara til sölu á Íslandi.

Við framleiðslu spilarans er gengið úr skugga um að hver einn og einasti íhlutur sé í fullkomnu lagi og ítrustu nákvæmni er gætt í samsetningu. Markmið Rega í framleiðslu Planar 3 er að gera besta spilara sem hægt er á verði sem flestir geta ráðið við.

Í nýja RB330 tónarminum er að finna margar byltingakenndar nýjungar í hönnun og framleiðslu, zero-play kúlulegurnar sem nánast útiloka titring með því að draga úr álagi, ný samsetning á stilliverki fyrir bias til að auðvelda notkun. Endurhannaður 12mm glerplatti starfar eins og kasthjól til að hámarka afköst með því að draga úr náttúrulegu viðnámi við snúningi, sem jafnframt minnkar álag á rafmagnsmótorinn.

Líkt og allar aðrar dýrari vörur Rega þá er Planar 3 hannaður og samsettur í Englandi. Svo gott sem allt sem er að finna í Rega spilurum er bæði hannað og framleitt í sömu litlu verksmiðjunni í Essex, samansett í höndunum af þrautþjálfuðu starfsfólki. Ástæðurnar eru einfaldar: aukin gæðastjórnun, aukin nákvæmni og betri hljómur.

Viltu taka skrefið inn í heim hljómgæðanna, eða viltu byrja aftur? Planar 3 er fyrir þig.

Viðurkenningar

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Rega Planar 3 Plötuspilari Hvítur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *