Rega Saturn-R Geislaspilari

319.900 kr.

Tvö tæki í einum kassa, Saturn-R er bæði í senn fullkominn geislaspilari í hæsta gæðaflokki og DAC sem spilar það sem þú vilt úr tölvunni. Margir tengimöguleikar eru fyrir hendi, t.d. USB-inngangur og “hreinn” stafrænn útgangur frá geislaspilaranum sjálfum. DAC hlutinn ræður við afkóðun upp að 24bit/192kHz og USB tengingin er asynchronous fyrir bestu mögulegu hljómgæði frá tölvunni.

Ekki til á lager

Lýsing

Saturn

Tvö tæki í einum kassa, Saturn-R er bæði í senn fullkominn geislaspilari í hæsta gæðaflokki og DAC sem spilar það sem þú vilt úr tölvunni. Margir tengimöguleikar eru fyrir hendi, t.d. USB-inngangur og “hreinn” stafrænn útgangur frá geislaspilaranum sjálfum. DAC hlutinn ræður við afkóðun upp að 24bit/192kHz og USB tengingin er asynchronous fyrir bestu mögulegu hljómgæði frá tölvunni.

Tveir fyrir einn
Flestir eiga ennþá marga geisladiska þrátt fyrir að margir hlusti mest á hljóð beint úr tölvu, sjónvarpi eða viðlíka tækjum. Rega Saturn-R veitir möguleika á hvoru tveggja með hljómgæðum sem hingað til hafa eingöngu verið möguleg með tveimur tækjum af dýrustu sort. Flest allt stafrænt hljóð getur farið í gegnum Saturn-R, t.d. Netflix, FLAC og svo framvegis, enda miklir tengimöguleikar.

Nálgun Rega á stafrænt hljóð er algjörlega á vísindalegum forsendum, bæði þegar kemur að geislaspilurum og DAC. Stafrænt hljóð sem geymt er með þjöppun sem tryggir að engar upplýsingar breytist eða tapist er í eðli sínu fullkomið út frá tæknilegum forsendum (hvort það hljómar betur eða verr, eða hvort það geymir nægar upplýsingar má svo deila um), en að koma því úr gagnageymslunni yfir í hliðrænt form er ýmsum vanköntum háð. Rega hafa í áratugi þróað leiðir til að stafrænt hljóð skili sér eins og best verður á kosið.

Fáðu það besta úr geisladiskunum þínum án þess að fórna þægindum sem fylgja stafrænum efnisveitum eða tölvunni.

 

Viðurkenningar

Key features

  • New Wolfson WM8742 DAC
  • Enhanced Output amplifier circuit
  • Enhanced Digital power supplies
  • Improved user interface
  • Redeveloped Analogue & Digital outputs
  • Solaris remote with CD, DAC and amplifier functionality
  • USB 192kHz – 24bits asynchronous
  • Dimensions: Width 432mm x Depth 325mm x Height 82mm
  • Dimensions needed to operate: Width 432mm x 350mm Depth x Height 180mm.