Um okkur

Stereo.is er hljómtækjaverslun sem sérhæfir sig í góðri þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini óháð fjárhag. Stereo.is er verslun, þar sem viðskiptavinir geta treyst því að fá persónulega þjónustu og aðstoð við uppsetningu ef þeir þurfa. Stereo.is er með sýningarsal í 101 Reykjavík, opinn eftir samkomulagi alla daga vikunnar, laugadagar og sunnudagar meðtaldir.

Verslunin hefur verið starfrækt á sömu kennitölu síðan 2005. Mikil reynsla er því komin á vörumerkin sem við bjóðum upp á og þarfir íslenskra neytenda þegar kemur að hljómtækjum.

Stereo.is er umboðsaðili Rega Research á Íslandi. Rega Research var stofnað 1973 og hefur verið einn af þekktustu hljómtækjaframleiðendum í heiminum síðan. Rega hljómtækin eru handsmíðuð í Englandi.

Stereo.is er umboðsaðili The Chord Company á Íslandi. Chord hefur verið leiðandi í hljómtækjaköplum síðan 1985.

Stereo.is er umboðsaðili PMC á Íslandi, Home, Studio og custom línurnar frá þeim. PMC var stofnað 1991 og hefur verið leiðandi í hátölurum síðan. PMC hátalarnir eru hannaðir og handsmíðaðir í U.K.

Stereo.is er umboðsaðili Electrocompaniet á Íslandi. Electrocompaniet er Norskur framleiðandi sem á sér 50 ára sögu og eru þektir fyrir stílhreina og tímalausa hönnun. Electrocompaniet eru einn af fáum framleiðendum sem framleiða allar sínar vörur sjálfir í norðurhluta Noregs.

Stereo.is er umboðsaðili Michell Engineering á Íslandi.

Stereo.is er umboðsaðili Chord Electronics á Íslandi.

Stereo.is er umboðsaðili ISOL-8 á Íslandi.

Stereo.is er umboðsaðili Trilogy á Íslandi.

Eigandi:

Pétur Baldursson 

petur@portus.is

766-0020

Vörumerkin okkar:

           

 

   

Viðskiptaskilmálar

Vinsamlegast lestu yfir skilmála okkar áður en þú verslar hjá okkur. Með því að versla við verslun okkar samþykkir þú þessa skilmála.

Greiðsluleiðir

Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðsluleiðir:

  • Visa/Mastercard
  • Netgíró
  • Pei
  • Millifærslur

Sé vara greidd með kreditkorti er greitt í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar.

Afhending vöru

Viðskiptavinur getur valið að sækja vörur til okkar eftir samkomulagi milli 12 til 21 alla daga vikunnar, laugardagar og sunnudagar meðtaldir. Pantanir eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir, með fyrirvara að vörur séu til á lager.

Óski viðskiptavinur eftir heimsendingu eru pantanir á höfuðborgarsvæðinu í flestum tilvikum keyrðar út eða dreift með Póstinum. Utan höfuðborgarsvæðisins er öllum pöntunum dreift með Póstinum.

Ef vara er uppseld eða afgreiðsla vöru tefst af einhverjum ástæðum er haft samband við viðskiptavin við fyrsta tækifæri.

Ábyrgð

Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á petur@portus.is eða hafa samband í síma 766-0020. Stereo áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru eða afslátt teljist vara gölluð.

Ábyrgðartími á vörum er almennt 2 ár þegar um neytendakaup era ð ræða í samræmi við neytendakaupalög. Þegar vörur eru keyptar í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgð fellur niður ef bilum má tekja til til illrar eða rangrar meðferðar. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits á vörum.

Viðgerðir vegna ábyrgða skulu fara fram á verkstæði Stereo eða öðru verkstæði sem Stereo samþykkir. Flutningskostnaður til og frá verkstæði fellur ekki undir ábyrgð. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en viðurkenndu verkstæði Stereo, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Allar upplýsingar og öll verð eru birt með fyrirvara um breytingar eða villur. Verð eru birt í íslenskum krónum og er virðisaukaskattur innifalinn í verði.

Portus ehf.

Kennitala: 680405-2200

VSK númer: 86740