Um okkur

Stereo.is er hljómtækjaverslun sem sérhæfir sig í góðri þjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini óháð fjárhag. Stereo.is er fyrst og fremst vefverslun, en þó þannig að viðskiptavinir geta treyst því að fá persónulega þjónustu og aðstoð við uppsetningu ef þeir þurfa. Stereo.is er með sýningarsal í 101 Reykjavík, opinn eftir samkomulagi.

Verslunin hefur verið starfrækt á sömu kennitölu síðan 2005. Mikil reynsla er því komin á vörumerkin sem við bjóðum upp á og þarfir íslenskra neytenda þegar kemur að hljómtækjum.

Stereo.is er umboðsaðili Rega Research á Íslandi. Rega Research var stofnað 1973 og hefur verið einn af þekktustu hljómtækjaframleiðendum í heiminum síðan. Rega hljómtækin eru handsmíðuð í Englandi.

Pétur Baldursson, petur@portus.is