Tilboð 91.000 kr.!

Rega Elicit-R Magnari

319.900 kr. 228.900 kr.

Nýjasta útgáfa fyrsta magnarans sem Rega bjuggu til fyrir tæplega þrjátíu árum síðan, gefur mikið afl og hljómgæði í allra hæsta flokki. Elicit-R er hannaður með sömu kennisetningar í huga og ráða ferðinni í framleiðslu Brio og Elex. Elicit gerir bara meira og gerir það betur.

Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Flokkar: , , Merkimiði:

Lýsing

Elicit

Nýjasta útgáfa fyrsta magnarans sem Rega bjuggu til fyrir tæplega þrjátíu árum síðan, gefur mikið afl og hljómgæði í allra hæsta flokki. Elicit-R er hannaður með sömu kennisetningar í huga og ráða ferðinni í framleiðslu Brio og Elex. Elicit gerir bara meira og gerir það betur.

Enginn afsláttur af gæðum
Eftir að Elicit-R magnararnir hafa verið settir saman eru þeir settir í þolpróf. Aðstæður, eins og þær gerast verstar á heimilum, eru frekar ýktar. Magnararnir þurfa allir að standast álagspróf þar sem þeir eru látnir keyra meira en þeir eiga að geta í meiri hita en þeir eiga að þola í lengri tíma en þeir eiga að geta. Aðeins þeir magnarar sem standast þetta álagspróf fara í dreifingu.

Þetta rímar ágætlega við stefnu Roy Gandy og starfsmanna Rega í gegnum áratugina. Hugsunin að baki allri vöruþróun Rega er einföld, ef við getum gert það betur en aðrir og höfum áhuga á því, þá gerum við það, ef ekki, þá sleppum við því. Þrátt fyrir mikla kunnáttu og tækniþekkingu þá liðu næstum því tuttugu ár á milli fyrsta Rega plötuspilarans og fyrsta Rega magnarans. Ástæðan var einföld, það var ekki fyrr en þá sem Rega taldi sig hafa hönnun og tæknilegar lausnir til að gera betri magnara en aðrir.

Allir eiginleikar Elicit-R magnarans eru úthugsaðir. Formögnunarstigið bjagar merkið sama og ekki neitt, þökk sé sérsmíðuðum íhlutum, forritanlegu volume control og snjallri hönnun, kraftmagnarinn blandar saman öllu því besta úr Class-A og B hönnunum með því að nota two 150w Sanken Darlington smára sem keyra á lægri straumi með lágviðnáms útgangs driver.

Elicit-R er 2x105w í 8 Ohm, 2x127w í 6 Ohm, 2x162w í 4 Ohm, með innbyggðu hágæða MM fónóstigi (hægt að slökkva á því og nota sem venjulegan inngang), fjórum öðrum line inngöngum, pre-out, record-out og direct inngangi (hægt að nota sem kraftmagnara eingöngu). Besti magnarinn í sínum verðflokki árin 2014, 2015 og 2016 (What Hi-Fi?).

Viðurkenningar
    

Key features

  • 105 Watts per channel into 8
  • 127 Watts per channel into 6
  • 162 Watts per channel into 4
  • Input sensitivity for 105 Watts into 8
  • Line inputs (input 1 switch set to line) 1-5 and record – 196mV load 10K
  • Phono (input 1 switch set to phono) – 2mV Load 47K in parallel with 220pF
  • Direct input – 760mV Load 50K
  • Power amplifier gain – 31.6dB
  • Record output – 196mV for rated inputs
  • Pre-amplifier output – 760mV for rated inputs
  • Dimensions: W 432mm x D 325mm x H 82mm
  • Weight – 13kg