Lýsing
Fono MM
Gríðarlega vandaður plötuspilaraformagnari sem gerir þér kleyft að tengja plötuspilarann við hvaða magnara sem er í bestu mögulegu hljómgæðum. Hlutverk Fono MM er að tengja saman venjulega plötuspilara með MM hljóðdós við alla venjulega magnara án þess að gefa tommu eftir í hljómgæðum. Þessi margverðlaunaða græja er líka fullkomin uppfærsla fyrir þá sem eru nú þegar að hlusta á hljómplötur. Besta varan í sínum flokki 2014, 2015, 2016 og 2017 hjá What Hi-Fi?
Gömul tækni í stanslausri þróun
Flestir plötuspilarar senda frá sér öllu veikara merki en t.d. geislaspilarar, útvarpstæki, tölvur eða sjónvörp. Þetta þýðir að ef tengja á plötuspilara við magnara sem ekki hefur sérstakan plötuspilarainngang, þarf græju eins og þessa. Rega hefur framleitt plötuspilara í fjörtíu ár og þekkja allar hliðir á þeirri tækni. Vinsældir hljómplatna hafa verið að aukast ár frá ári síðastliðið og er ekki fyrirséð að sú þróun eigi eftir að stöðvast neitt í bráð.
Fono MM er fullkomin græja fyrir þá sem vilja tengja plötuspilarann sinn við venjulegan magnara, hátalara með innbyggðum magnara eða vilja uppfæra hljómgæði formögnunar fyrir plötuspilarann. Tónjöfnun fyrir RIAA er tvískipt í Fono MM til að koma í veg fyrir óæskilegt samspil merkja.
Það kemur á óvart hvað er hægt að bæta hljóminn með litlu boxi.
Viðurkenningar
Key features
Input sensitivity = 1.7mV for 200mV output
Input loading = 47K? in parallel with 100pF
Maximum input level = 60mV at 1KHz
Gain = 41.4dB at 1KHz
Output impedance = 200?
Recommended minimum output load resistance = 5K?
Frequency response (50K? output load) = 15Hz (-3dB) to 100KHz (-0.2dB)
RIAA accuracy (50K? output load) = better than +/-0.2dB 100Hz to 100KHz
Power requirements = 24V AC at 80mA maximum.
Only to be used with Rega PS1.