Rega Planar 6 Plötuspilari

218.900 kr.334.900 kr.

Loksins fáanlegur á Íslandi, Rega Planar 6 er hannaður með það að markmiði að ná smáatriðunum úr vínilplötum sem aldrei fyrr. Til að gera þetta mögulegt hefur Rega þróað margar brautryðjandi lausnir í notkun íhluta og efna sem er einnig að finna í RP8 og RP 10 spilurunum. Rega Planar 6 var fyrsti plötuspilarinn í heiminum sem er settur saman á Tancast 8 polyurethane platta, en það efni er gríðarlega létt og var þróað til notkunar í flugvélaiðnaðinum. Þrátt fyrir að vera létt er efnið mjög stíft og þunnt og kemur í veg fyrir allan óæskilegan titring. Spilaranum fylgir Rega Neo PSU spennugjafinn, en með honum má stjórna titring og hraða á nákvæman hátt.

Hreinsa
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , , Merkimiði:

Lýsing

Loksins fáanlegur á Íslandi, Rega Planar 6 er hannaður með það að markmiði að ná smáatriðunum úr vínilplötum sem aldrei fyrr. Til að gera þetta mögulegt hefur Rega þróað margar brautryðjandi lausnir í notkun íhluta og efna sem er einnig að finna í RP8 og RP 10 spilurunum. Rega Planar 6 var fyrsti plötuspilarinn í heiminum sem er settur saman á Tancast 8 polyurethane grunneiningu, en það efni er gríðarlega létt og var þróað til notkunar í flugvélaiðnaðinum. Þrátt fyrir að vera létt er efnið mjög stíft og þunnt og kemur í veg fyrir allan óæskilegan titring. Spilaranum fylgir Rega Neo PSU spennugjafinn, en með honum má stjórna titring og hraða á nákvæman hátt.

Smáatriðin skipta máli

Allir plötuspilarar haf það að markmiði að ná upplýsingum á sem einfaldastan, hagkvæmastan og nákvæmasta máta. Þau atriði sem hafa áhrif á að þessum markmiðum sé náð eru margþætt og flest vel þekkt. Rega hefur í fjörtíu ár unnið að þróun verkfræðilegra lausna á þeim vandamálum sem fylgja smíði hins fullkomna plötuspilara. Hönnun Rega Planar 6 er, líkt og hönnun allra annara plötuspilara Rega, afskaplega einföld, en með því að vanda efnisvalið í smíði íhluta er stöðug framför hljómgæða möguleg. Hin byltingarkennda grunneining, sem Planar 6 er smíðaður á, er frekar styrkt á milli arms og mótors með áleiningu sem er söguð úr heilu álstykki.

Neo PSU aflgjafinn notar DSP úr RP10 sem fær réttan hraða úr hárnákvæmum kristöllum sem sjá aflgjafanum einnig fyrir næstum fullkomlega stöðugri sinus-bylgju sem skilar sér í 24V AC balanceruðu merki sem hefur minna en 0,15% bjögun. Þetta þýðir að truflanir úr umhverfi eða úr raflögnum hefur engin áhrif á aflgjafann. Snúningsplattinn sérhannaður, samansettur úr tveimur lögum af gleri.

Öllum Rega Planar 6 fylgir Rega Exact hljóðdósin. Exact eru tvær samsíða handvöfðum spólur í sérsmiðuðu húsi, allt vandlega sett saman af þrautþjálfuðu starfsfólki hámarks gæði í huga. Hver einasta Exact er prófuð og skoðuð í tvo daga áður en varan er talin tilbúinn til dreifingar.Þetta er uppfærsla sem hljómplötuáhugamenn geta alveg vanist. Nálin sjálf er úr demanti og við framleiðsluna er ekkert svigrúm til neinnar skekkju á milli hægri- og vinstri rása.

Líkt og allar aðrar dýrari vörur Rega þá er Planar 6 hannaður og samsettur í Englandi. Svo gott sem allt sem er að finna í Rega spilurum er bæði hannað og framleitt í sömu litlu verksmiðjunni í Exeter, samansett í höndunum af þrautþjálfuðu starfsfólki. Ástæðurnar eru einfaldar: aukin gæðastjórnun, aukin nákvæmni og betri hljómur.

Viðurkenningar

Additional information

Hljóðdós P6

Án hljóðdósar, Exact MM, Ania MC, Ania Pro MC

Þér gæti einnig líkað við…