Tilboð 59.900 kr.!

Rega RP8 plötuspilari með Ania hljóðdós

334.900 kr. 275.000 kr.

RP8 er byltingarkenndur plötuspilari sem byggir á fjörtíu ára reynslu og þeim vísindaframförum sem hafa átt sér stað á þeim tíma. Allt undirlag spilarans er eins lítið og létt og frekast er hægt til að koma í veg fyrir allan óæskilegan titring. Grunneiningin er í rauninn tvöföld, án nokkurra snertingar á milli. Ein besta hönnun allra tíma samkvæmt Sir Jony Ive, yfirhönnuði Apple og hinum heimsfræga Marc Newson. Ania hljóðdós og TT-PSU fylgja með.

Flokkar: , Merkimiði:

Lýsing

RP8 er byltingarkenndur plötuspilari sem byggir á fjörtíu ára reynslu og þeim vísindaframförum sem hafa átt sér stað á þeim tíma. Allt undirlag spilarans er eins lítið og létt og frekast er hægt til að koma í veg fyrir allan óæskilegan titring. Grunneiningin er í rauninn tvöföld, án nokkurra snertingar á milli. Ein besta hönnun allra tíma samkvæmt Sir Jony Ive, yfirhönnuði Apple og hinum heimsfræga Marc Newson. Ania hljóðdós og TT-PSU fylgja með.

Tæknin að baki góðum hljómi
Allt í RP8 spilaranum er úthugsað, virkni hvers einasta íhlutar og áhrif hans á heildarmyndina er mæld af mikilli nákvæmni. Ekkert fær að vera hluti af Rega RP8 spilara sem ekki hefur mælanleg jákvæð áhrif á hljóminn.

Grunneininginn sem spilarinn situr á, undirlag spilarans, er tvískipt. Í raun er ytra lagið einungis til skrauts, fyrir þá sem vilja plötuspilara með hefðbundnu útliti, og snertir raunverulegt undirlag spilarans ekki, nema í gegnum snertifleti á fótum spilarans.

Eins og í Planar 6 og RP10 er undirlag spilarans búið til úr plasttrefjafroðu sem er klemmt saman með phenolic fjölliðum. Þetta er sama aðferð og er notuð allstaðar þar sem stífleiki og lítil þyngd eru nauðsyn eins og við smíði formúlubíla og flugvélavængja.

Hin grunnflöturinn er frekar styrkt á milli arms og mótors með áleiningu sem er söguð úr heilu álstykki. Þessi styrking þarf að vera stíf til að koma í veg fyrir að titringur eigi greiða leið í gegnum spilarann.

RB808 armurinn er vandlega samansettur af þjálfuðu starfsfólki Rega, hver einasta lega og ró er vandlega valin og allt er látið passa saman með mikilli nákvæmni til að tryggja að ekkert geti titrað sem ekki á að titra.

Þar sem lok spilarans situr á ytri grunnfleti, er það ekki í neinni snertingu við sjálfan spilarann og fyrir vikið minnka öll áhrif umhverfisins á spilarann til muna, til að mynda tónlistin úr hátölurunum. Fyrir þá sem ekki kjósa að nota lok er einfalt að fjarlægja ytri-grunnflötinn og lokið.

Rega Ania MC hljóðdós fylgir þessari útgáfu RP8. Þessi nýjasta MC hljóðdós Rega er handofin af starfsfólki Rega í Englandi. Neodymium segullinn er einn sá minnsti sem til er og hljómgæðin ótrúleg.

Líkt og allar aðrar dýrari vörur Rega þá er RP8 hannaður og samsettur í Englandi. Svo gott sem allt sem er að finna í Rega spilurum er bæði hannað og framleitt í sömu litlu verksmiðjunni í Essex, samansett í höndunum af þrautþjálfuðu starfsfólki. Ástæðurnar eru einfaldar: aukin gæðastjórnun, aukin nákvæmni og betri hljómur.

Fáðu þér smá high-end.

Viðurkenningar

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Rega RP8 plötuspilari með Ania hljóðdós”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *