Rega Planar 2 Plötuspilari

98.900 kr.

Hönnun Planar 2 plötuspilarans tók tvö ár. Hann var hannaður samsíða stóra bróður, Planar 3, og fyrir vikið deilir hann mörgum þeim brautryðjandi lausnum sem verkfræðingar Rega útfærðu fyrir dýrari gerðina. Þrátt fyrir að deila mörgu með Planar 3, er tilgangur Planar 2 annar, honum er ætlað að vera eins einfaldur og auðveldur í uppsetningu og hægt er fyrir þá sem vilja einfalda lausn til að njóta mikilla hljómgæða. Planar 2 er fullkomin uppfærsla frá gamla plötuspilaranum yfir í nýjan og betri.

Hreinsa
Síminn Pay Léttkaup
kr/mán
(m.v. mán)

mán.

Miðað við greiðslur á % vöxtum.

Aðeins % lántökugjald og kr. færslugjald á mánuði.

Árleg hlutfallstala kostnaðar: %.

Heildarkostnaður: kr.

Vörunúmer: Á ekki við Flokkar: , , Merkimiði:

Lýsing

Planar 2

Hönnun Planar 2 plötuspilarans tók tvö ár. Hann var hannaður samsíða stóra bróður, Planar 3, og fyrir vikið deilir hann mörgum þeim brautryðjandi lausnum sem verkfræðingar Rega útfærðu fyrir dýrari gerðina. Þrátt fyrir að deila mörgu með Planar 3, er tilgangur Planar 2 annar, honum er ætlað að vera eins einfaldur og auðveldur í uppsetningu og hægt er fyrir þá sem vilja einfalda lausn til að njóta mikilla hljómgæða. Planar 2 er fullkomin uppfærsla frá gamla plötuspilaranum yfir í nýjan og betri.

Verkfræðileg þróum
Roy Gandy, stofnandi og eigandi Rega, hefur í smíðað plötuspilara í yfir 40 ár. Fyrir honum eru plötuspilarar vélar, vélar sem mæla titring. Tilgangur hans með því að smíða plötuspilara er að hljómplatan fái að njóta sín og að öll utanaðkomandi áhrif verði eins lítil og mögulegt er. Allir spilarar Rega eru hannaðir með þetta í huga. Hver einasta ró, lakkið, vírarnir, allt þarf að hafa sem minnst áhrif á tilgang plötuspilarans.

Planar 2 spilarinn er afurð 40 ára þrotlausrar þróunar á efnum, íhlutum og hönnunar. Spilarinn er með nýjan 24v lágværan rafmagnsmótor, botnplötu steypta úr gerviefnum til að draga úr tilfærslu á titringi, sérhannaðri nýrri miðró og margt fleira. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að ná eins mikið af upplýsingum úr vínilplötu og hægt er.

Við framleiðslu spilarans er gengið úr skugga um að hver einn og einasti íhlutur sé í fullkomnu lagi og ítrustu nákvæmni er gætt í samsetningu. Markmið Rega í framleiðslu Planar 2 er að gera ódýran spilara sem hljómar vel í eyrum kröfuhörðustu hlustenda án þess að minnka gæðakröfur eða veita afslátt af nákvæmni í samsetningu. Hönnunin er einfölduð útgáfa af Planar 3, ódýrari, einfaldari en með næstum því sömu hljómgæðum.

Í RB220 tónarminum er að finna margar byltingakenndar nýjungar í hönnun og framleiðslu, zero-play kúlulegurnar sem nánast útiloka titring með því að draga úr álagi, sjálfvirkur bias til að auðvelda uppsetningu. Glerplattinn starfar eins og kasthjól til að hámarka afköst með því að draga úr náttúrulegu viðnámi við snúningi, sem jafnframt minnkar álag á rafmagnsmótorinn.

Líkt og allar aðrar dýrari vörur Rega þá er Planar 2 hannaður og samsettur í Englandi. Svo gott sem allt sem er að finna í Rega spilurum er bæði hannað og framleitt í sömu litlu verksmiðjunni í Exeter, samansett í höndunum af þrautþjálfuðu starfsfólki. Ástæðurnar eru einfaldar: aukin gæðastjórnun, aukin nákvæmni og betri hljómur.

Ef þú hefur áhuga á hljómgæðum og einfaldleika þá er afar líklegt að Planar 2 uppfylli kröfur þínar til fulls.

Viðurkenningar

Additional information

Litur

Hnota, Svartur, Hvítur, Rauður