Lýsing
RX-ONE
Þessir nettu hátalarar sem eru hannaðir og samsettir frá grunni af Rega í Englandi koma tónlistinni til skila á áreynslulausan máta. Hátalararnir eru handsmíðaðir úr íhlutum sem eru framleiddir af Rega sjálfum. Mið/bassa-keilan er niðurstaða áralangra tilrauna og þróunar hjá Rega og passar fullkomlega við Rega ZRR sem sér um hátíðnina. Boxin eru vandlega sett saman úr 18mm MDF og glæddir með viðarfilmu.
Einfalt er gott
RX-ONE eru afurð áratuga langra rannsókna í hljómtækjaheiminum á því hvernig hátalarar geta hljómað sem best. Niðurstaðan er ekki framúrstefnuleg, gæði íhluta og smíði crossover er aðalatriðið ef skila á sem raunverulegustum hljómi til hlustandans. Þar sem tíðnisviðið skarast á við bassa/miðju og hátíðni er fullkomin samfella og hlustandinn getur einbeitt sér að tónlistinni frekar en hátölurunum.
Hátalararnir eru mjög auðveldir í uppsetningu, þeir virka vel á stöndum, á hillu eða beint upp á vegg. Þeir hljóma best ef þeir vísa beint fram, en ef langt er á milli þeirra má ná góðum árangri með því að láta þá beinast ögn að hlustandanum. Þetta eru hátalarar í sinni einföldustu mynd með stóra og áreynslulausa hljóðmynd, þéttan bassa og tæra hátíðni.
Boxin eru rækilega stífð að innanverðu og crossoverið er eins einfalt og hægt er en með bestu mögulegu íhlutum. Hátalararnir eru léttir í keyrslu en líkt og með alla aðra hátalara finnst þeim ekki leiðinlegt að fá afl til að syngja eftir. Þeir vinna sitt verk með bæði ódýrum og dýrum mögnurum, litlum og stórum, best er að tónlistin sé í lagi.
Leyfðu tónlistinni að ráða, einfaldlega.
Viðurkenningar
Key features
System : 2 Way
Cabinet Construction : 18mm MDF Real wood veneer
Cabinet Design : Bass reflex
Dimensions (cm) : H x W x D 34.4 x 17.3 x 26
Weight (each) : 5.8Kg
Reflex Port : Rear Port
Impedance : Nominal 6 ohms
Sensitivity : 89dB
Power Handling: 80w per channel*
High Frequency unit : Rega ZRR
Mid /bass driver : (Doped cone) DX-125
*Power handling figures are quoted as a guide.
Amplification between 30w and 500w can be safely used depending on the quality of amplification.
To ensure adequate clearance and prevent damage to the front facia, the grille magnets must locate directly onto the drive unit fixing bolts.